Ronaldo rekinn og Manchester United til sölu. Þannig er staðan hjá félaginu sem á sér milljónir aðdáenda um heim allan.
Ýmsir auðmenn eru nefndir til sögunnar sem hugsanlegir kaupendur en nú heyrist því fleygt að íslenskur snúningur sé á borðinu: Vinirnir Björgólfur Thor og David Beckham. Þeir eru vanir að veðja á væntingar í viðskiptum með tilheyrandi áhættu. Hvers vegna ekki Manchester United?