BJB TIL BJARGAR Í BORGINNI?

  Póstur úr innsta hring íhaldsins:

  Það er mál manna innan Sjálfstæðisflokksins að leiðtogakrísa blasi við í borginni. Enginn hinna fjölmörgu sem stigið hafa fram og tilkynnt framboð til oddvita flokksins eða liggja undir feldi og eiga eftir að tilkynna formlega um framboð hafa náð að skapa breiða sátt meðal Sjálfstæðismanna sem augljós kostur til forystu.

  Kallað er eftir nýjum tón innan borgarstjórnarflokksins og hafa áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins og í atvinnulífinu hvatt sagnfræðinginn Björn Jón Bragason til að stíga fram fyrir skjöldu. Hann gaf nýlega gaf út bók um uppgjör helstu afla innan pólitíkur og viðskiptalífs fram að hruni og sló rækilega í gegn fyrir jólin.

  Víðtæk yfirsýn Björns Jóns á hið pólitíska landslag virðist falla í kramið meðal margra innan flokksins sem utan hans og jafnvel talið hann muni ná að sameina flokkinn í borginni sem varla er svipur hjá sjón frá því sem áður var.

  Fylgið hefur hrunið af flokknum undanfarið og menn innan hans jafnvel grafið undan fylginu enn frekar með yfirlýsingum á borð við þær að hreinn meirihluti í borginni sé liðin tíð.

  Eins og sagnfræðingar vita manna best þá endurtekur sagan sig og oftast öllum að óvöru. Björn Jón hefur verið áberandi á fundum flokksfélaga undanfarin misseri og hefur heyrst á honum að trúin á hreinan meirihluta gæti verið neistinn sem myndi blása lífi í gamlar glæður sem eru við það að slokkna í borginni.

  Auglýsing