BJARGAÐI EIGIN BÓKUM Í SORPU

    “Ég var að bera dót inn í Góða hirðis gáminn í Sorpu þegar ég sá inn í skottið á jeppa hjá konu einni sem var þarna í sömu erindum. Í skottinu voru meðal annars bækur eftir undirritaðan,” segir Stefán Máni rithöfundur sem var að vonum brugðið.

    “Þú ætlar þó ekki að láta mig horfa á þig henda bókunum mínum,” segi ég við konuna. Hún horfir á mig, svo á bækurnar í skottinu. “Nei, ég fer með þær aftur heim,” sagði hún.”

    Auglýsing