BITCOIN EINS OG NÝJU FÖTIN KEISARANS

    Námugröftur eftir Bitcoin rafmyntinni notar sjöfalt meira rafmagn en öll raforkuframleiðsla Íslands. Samkvæmt Statista (statista.com) fara 143 teravattstundir á ári til að grafa eftir Bitcoin. Á Íslandi eru framleiddar 20 teravattstundir á ári og 80% þeirra fara til stóriðjunnar.

    Til samanburðar má nefna að í Noregi eru framleiddar 124 teravattstundir á ári. Öll raforka Noregs dygði ekki til að knýja námugröft Bitcoin. Töluvert er grafið eftir Bitcoin með íslensku rafmagni í gagnaverum hér á landi.

    Það merkilega er svo að enginn hefur nokkru sinni séð Bitcoin eða snert Bitcoin. Rafmyntin er eins og nýju fötin keisarans, meðan fólk trúir á rafmyntina, þá er hún til. Og þá er bara að halda áfram að grafa.

    Auglýsing