BISKUP SEKTAÐUR VIÐ DÓMKIRKJUNA

    Agnes biskup fékk stöðumælasekt á bifreið sína sem lagt hafði verið við Dómkirkjuna þar sem biskup var í embættiserindum. Sama gilti um brúðarbíl sem beið brúðhjóna á sama stað. Líkbílar hafa hins vegar til þessa fengið frið fyrir starafsmönnum Bílastæðasjóðs.

    Þetta staðfestir starfsfólk Dómkirkjunnar sem reynt hefur að semja við Bílastæðasjóð án árangurs. Engu skiptir hvort biskup eða brúðhjón eigi í hlut.

    Auglýsing