BISKUP FRUSSAÐI MARENGSTERTU YFIR FORMANN SÓKNARNEFNDAR

    Agnes biskup og Óskar sóknarnefndarformaður: Tertuslagur á Kirkjuþingi.

    Á nýafstöðnu kirkjuþingi var biskup Íslands dregin harkalega yfir naglabretti hins hreinskilna sóknarnefndarformanns, Óskars Magnússonar úr Fljótshlíðinni. Virtist kirkjuþingsmönnum  létt við að einhver segði það sem öllum bjó  í brjósti þótt það hefði ekki beinlínis verið í biblíustíl.

    Urðu af þessu miklar umræður, þann dag og áfram á þinginu  en nærstöddum þótti steininn taka úr þegar til biskups sást þegar hún króaði sóknarnefndarformanninn af á klòsettganginum í kaffitímanum, og frussaði yfir hann marengstertu í bræði sinni.

    Auglýsing