BIRTA HATAR HALLOWEEN TILSTAND

    "Halloween er skemmtileg hugmynd en ekki allir hafa efni á því ..."

    “Í bæjarhópnum er umræða um að bæjarbúar sameinist og geri eitthvað fyrir Halloween.  Ég hata þetta svo mikið,” segir Birta Sæmundsdóttir spænskukennari í Verkmenntaskóla Austurlands:

    “Ekki því ég hata hugmyndina um Halloween heldur því þetta er aðeins enn ein leiðin til þess að auka við ólaunaða vinnu kvenna og getur útilokað börn innflytjenda. Rökin mín: Aðeins konur taka þátt í umræðunni, og þar af aðeins íslenskar konur. Sennilega eru ekki allir innflytjendur inni á bæjarsíðunni en mörg þeirra eiga börn sem verða sennilega útundan. Halloween er skemmtileg hugmynd en ekki allir hafa efni á því að kaupa nammi fyrir X mikið af börnum sem gætu komið eða tíma eða pening til þess að spá í skreytingar eða búning oftar en einu sinni yfir árið. “Þá takið þið bara ekki þátt” hef ég heyrt, en fólk áttar sig kannski ekki á því að börn tala saman og ung börn skilja ekki af hverju þau fengu ekki að vera með svo í raun búið að taka af fólki þann möguleika.”

    Auglýsing