Jón Gunnarsson samgönguráðherra var settur á varamannabekkinn við myndun nýrrar ríkissstjórnar – sjá hér – og margir sakna hans. Til dæmis athafnamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson:
“Jón Gunnarsson var að margra mati einn allra öflugasti ráðherrann á síðasta kjörtímabili. Kom með ferska nálgun á alvöru uppbyggingu í samgöngumálum til framtíðar. Það er algjörlega í anda íslenskra stjórnmála að hann sé nú tekinn út úr ríkisstjórn eftir aðeins ellefu mánuði í embætti.”