“Á meðan ég skrapp til sjúkraþjálfara á milli 13:20 og 14:00 í dag hafði verið keyrt utan í fína bílinn minn sem ég var í allt sumar að safna mér fyrir, og ekki skilin eftir miði eða neitt,” segir Helga Björg Þorsteinsdóttir og bætir við:
“Þetta átti sér stað fyrir utan Höfðabakka 9, nánar tiltekið fyrir aftan húsið hjá Gólfefnaval. Nú held ég í vonina að einhver hafin orðið vitni að þessu og náð bílnúmeri eða að heiðarlegur ökumaður vilji gefa sig fram og bjarga fátækum námsmanni frá því að sitja uppi með skemmdirnar.”