BÍLAUMFERÐ UPP VIÐ HÚSVEGG – MÓTMÆLI Í NORÐLINGAHOLTI

"Einnig er auglýsingaskilti N! aðeins 8 metra frá húsinu. Það stendur hátt og gefur frá sér mikið ljósmagn."
Íbúar við Elliðabraut 4-10 í Norðlingaholti mótmæla hástöfum framkvæmdum í nágrenni íbúðabyggðarinnar:
Ekki beint huggulegt.

“Forsaga málsins er í stuttu máli sú að Reykjavíkurborg hefur hafið framkvæmdir við frágang á hljóðmön er aðskilur fasteignina Elliðabraut 4-10 og Breiðholtsbraut og fela þær framkvæmdir í sér að lagður verður göngu- og hjólastígur með framhljóðmöninni. Á lóð við Elliðabraut 2 er núna bensínstöð N1 og að stöðinni er aðrein frá Breiðholtsbraut sem liggur í gegnum hljóðmönina. Þessi aðrein liggur aðeins um 4 metra frá húsvegg Elliðabrautar 4-10 þar sem þrengst er.

Stjórn húsfélagsins að Elliðabraut 4-10 gerir alvarlegar athugasemdir og mótmælir
legu núverandi aðreinar, þar sem hún er ekki í samræmi við samþykkt og
gildandi deiliskipulag sem kveður á um aðra legu hennar. Aðreinin og lega
hennar þetta nálægt húsvegg er óásættanleg ógn við öryggi íbúa hússins sem
og þeirra er þarna fara um; börn að leik á lóð og gangandi eða hjólandi um stíg.
Stjórn húsfélagsins krefst þess að Reykjavíkurborg fari að gildandi deiliskipulagi
og færi aðrein í samræmi við gildandi deiliskipulag eða fjarlægi aðreinina alfarið.

Varðandi lóðareign Festis hf., eiganda N1, að Elliðabraut 2 þá teljum við afar
brýnt að lóðinni og nýtingu hennar verði komið í ásættanlegt ástand hið fyrsta
þannig að prýði sé af lóðinni, umhverfi hennar sem og þeirri starfsemi sem þar
mun fara fram. Húsfélagið krefst þess að fá í hendur grendarkynningu á áformum
eigenda hið fyrsta um nýtingu lóðarinnar. Húsfélagið, eigendur og íbúar að
Elliðabraut 4-10, munu ekki sætta sig við að öryggi og velferð íbúa, barna okkar,
né annarra sem um svæðið fara sé ógnað, s.s. með því að hafa bílaumferð upp
við húsvegg, samanber lýsingu hér ofar.”

Svona var upphaflega hugmyndin þegar íbúðirnar voru seldar.
Auglýsing