BIFVÉLAVIRKI BJARGAR BRÚÐKAUPSFERÐ

    "Hann sagðist vilja gera meira gott og aðstoða fólk og hann trúði því að þá myndi hann fá aðstoð ef einhverntíma væri þörf á og að hann trúði á Karma."

    “Við höfum lent í ýmsum ævintýrum á ferðum okkar um Ísland eins og að bíllinn bili útí kanti á föstudagskvöldi eða fjaðrir í fellihýsinu brotni á miðri Holtavörðuheiði og við eyddum nóttinni þar,” segir Una Dís Fróðadóttir og svo kom verslunarmannahelgin:

    “Við vorum á leiðinni út á land yfir versló, erum búin að pakka öllu fellihýsinu eins og það leggur sig, komið á dráttarkúluna og allt og nefhjólsboltinn brotnar og festist inni. Við brunum í Víkurverk og þar eru allir af vilja gerðir en engir varahlutir til fyrir fellihýsi og þau benda okkur á ferðavagnaþjónustuna á Eyrartröð 3 í Hafnarfirði. Þar var ekkert svarað og enginn við þegar við komum en bifvélavirki nokkrum bilum frá ákveður að aðstoða okkur og tekst það vel upp en vildi alls enga aura taka fyrir. Hann sagðist vilja gera meira gott og aðstoða fólk og hann trúði því að þá myndi hann fá aðstoð ef einhverntíma væri þörf á og að hann trúði á Karma.

    “Við föttuðum ekki að fá nafnið hjá manninum en hann bjargaði verslunarmannahelginni okkar sem var líka semi brúðkaupsferð og ef einhver þekkir til hans viljum við senda honum innilegar þakkir og við viljum endilega taka sama pól á hæðina og hann, það er að segja, hjálpa öðrum og hvetjum alla Íslendinga til þess að hjálpa öðrum ferðamönnum ef þeir geta það. Það getur skipt sköpum.”

    Auglýsing