Biðtíminn í liðskiptaaðgerðir hjá því opinbera er nú tvö til þrjú ár ár en var þegar síðast fréttist eitt til eitt og hálft ár.
Nú er unnið að því að klára hópinn sem kom á biðlista 2020 og þá er allt hitt eftir.
Samkvæmt reglum er þessum sjúklingahópi heimilt að sækja um aðgerð erlendis eftir 90 daga frá greiningu og þá í fylgd aðstoðarmanns og ferðir, gisting og uppihald greitt úr ríkissjóði. Ekki treysta allir sér í slíkt ferðalag draghaltir á leið út og með hækjur í hjólastól heim.
Einu úræðin sem bent er á er að biðja heimilislækni að senda tilvísun á Akureyri eða Akranes og sú bið gæti verið styttri. Þá er bent á einkareknar stofur á Íslandi, Klíníkina Ármúla og Handlæknastöðina Glæsibæ en þar er greitt úr eigin vasa milljón eða meira.