Þórunn Jarla Valdimarsdóttir rithöfundur er í sjöunda himni eftir að hafa fengið 12 mánaða listamannalaun og framtíðin fyrir bragðið björt:
“Nú kemur hamingjan sem aldrei fyrr!” segir hún og auglýsir í leiðinni eftir heimilishjálp enda fjárhagnum borgið í bili:
“Getur einhver bent mér á heimilis aðstoð, þrif = skúringar? Ég eyði allt of miklum tíma í bústang, heimilisbauk og eldamennsku, því ég er fyrst og fremst algjör kerling. Þarf að vera dugleg næstu mánuði. Skemmtilegra að spila og dansa í Kramhúsinu en við moppuna.”