VEÐURFRÉTTAMAÐUR Á HEIMSMÆLIKVARÐA

    Sigurður Þór, Elvis og skógarbruni í Heiðmörk í maí 2021.

    “Þetta veður er farið að minna mig á þurrkana og sólskinið í maí 1958. Það var reyndar skemmtilegur mánuður í vesturbænum þó Elvis væri kominn í herinn,” segir Sigurður Þór Guðjónsson rithöfundur og heimspekingur sem kann að setja veðurfréttir í samhengi:

    “Þann 5. maí 1958, í glaðasóskini, var ég að koma úr fótbolta á Landakotstúni þegar ég sá hvar eldstungur stóðu út úr húsi Úlfars Þórðarsonar augnlæknis á Bárugötu og rétt á eftir kom brunaliðið. Þann 18. varð hörku árekstur milli strætó og á herjeppa á horni Vesturgötu og Ægisgötu og hentist jeppinn á hornhúsið (sem enn stendur) og beyglaði bárujárnið. Ég varð líka vitni að þessu enda átti ég heima í þar þar næsta húsi. Nú gerist aldrei neitt! Steinn Steinarr dó 25. og daginn eftir opnaði Mokka en um þetta vissi ég ekkert fyrr en áratugum síðar.”

    Auglýsing