BESTA KAFFIÐ 2018

    Kaffifélagið á Skólavörðustíg er með besta kaffið í Reykjavík samkvæmt úttekt tímaritsins Grapevine; Best of Reykjavík 2018.

    Kemur þetta fastagetum ekki á óvart sem fjölmenna hvern morgun á Skólavörðustíginn til að fá sér kaffi hjá eigandanum, Einari Guðjónssyni, sem oftar en ekki stendur sjálfur bak við afgreiðsluborðið og spjallar við gestina um leið og hann lagar “besta kaffið í bænum” sem han sjálfur flytur inn frá Mílanó á Ítalíu.

    Meðal fastagesta á Kaffifélaginu má nefna sjónvarpsmanninn Egil Helgason og frú, Jónas Kristjánsson ritstjóra, sjónvarpsstjörnuna Helga Seljan, stórsöngvarann Egil Ólafsson, Runólf Ágústsson fyrrum rektor á Bifröst, Ásgeir Friðgeirsson fyrrum aðstoðarmann Björgólfs Thor, Baldvin Jónsson tengdaföður Bjarna Ben, leikarahjónin Stefán Karl og Steinunni Ólínu, Mörtu Smörtu – og eru þá fáir nefndir.

    Auglýsing