BESTA BYGGINGASVÆÐIÐ ER FAGURT LANDSLAG

  Fagurt landslag heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Steini pípari.

  Áin korpa er í forgrunn á myndinni, í bakgrunni er Úlfarsfell, vinsæll útivistarstaður. Ef þið eruð stödd á höfuðborgarsvæðinu og langar í stutta og skemmtilega fjallgöngu í fallegu veðri, jafnvel svolítið ævintýralegum skógi, þá er upplagt að ganga á Úlfarsfell. Á veturna í gamla daga skutlaði pabbi mér þangað uppeftir til að æfa mig á skíðum.

  Á myndinni ber að líta eitt besta byggingasvæði Reykjavíkur og Mosfellsbæjar sem kostur er á.

  Nafn árinnar Korpu í Mosfellssveit er hugsanlega dregið af orðinu korpa ‘hrukka’, samanber kyrpingur. Bæjarnafnið Korpúlfsstaðir var reyndar stundum skrifað Kortólfsstaðir í eldri heimildum (Ísl. fornbréfasafn I:507) eða Kortúlfsstaðir (Jarðabók ÁM og PV III:450), en Korpúlfsstaðir er væntanlega eldra. Við bæinn er kennd Korpúlfsstaðaá, eða Korpa, sem einnig hefur verið nefnd Úlfarsá.

  Auglýsing