BESTA APRÍLGABBIÐ

    “Besta gabb íslenskrar fjölmiðlasögu,” segir lesandi og sendir úrklippu úr DV sem birtist 1. apríl 1987.

    Stöð 2 hafði verið stofnuð haustið áður og var í óðaönn að selja landsmönnum myndlykla. Eftirspurnin var mikil en þetta var dýrt og því var frétt um sérstök, ódýr gleraugu sem nota mætti til að afrugla dagskrána tekið með fögnuði. Sviðsett mynd af fjölskyldu að horfa á Stöð 2 með “gleraugun” (þetta voru skrípagleraugu) gerði útslagið. Allir hlupu apríl – beint út í búð.

    1. apríl er á morgun.
    Auglýsing