BERGÞÓRA SÁR Á SELVA

Þjónn: „Viljið þið mat eða ekki?"

“Ég og vinkona mín pöntuðum borð á veitingastað í bænum í gær. Mættum mjög spenntar, pöntuðum tvo rétti hvor. Næsta borð búið að borða matinn sinn, drekka drykkina sína og farin þegar við förum að spyrja eftir matnum okkar, orðnar mjög svangar,” segir Bergþóra Jónsdóttir 35 ára grafískur hönnuður og þá byrjaði vesenið:

“Þjónn mætir og spyr hvað við höfum pantað, fer svo. Svona 10 mínútum seinna kemur annar og spyr sömu spurningar. Þriðji maðurinn kemur svo og segir að við getum fengið tvo ákveðna rétti, án þess að borga. Bara ekki það sem við pöntuðum, vegna þess að það sé búið að loka eldhúsinu.

Ég, orðin svöng og mjög pirruð, kvarta yfir að fá ekki matinn sem við pöntuðum, klukkutíma áður.

Þjónn: „Viljið þið mat eða ekki?”

”Fékk mat, ekki það sem var pantað. Borgaði svo 4.340 krónur fyrir einn kokteil og lítinn bjór. Kveðja, ein matsár sem ætlar ekki aftur á Selva.”

Auglýsing