BERGLIND Í VANDRÆÐUM MEÐ KÁPUNA Í EVRÓPURÁÐINU

    "Á íslenska þinginu má ekki fara í yfirhöfn inn í þingsal."

    “Á íslenska þinginu má ekki fara í yfirhöfn inn í þingsal,” segir Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir norðan. En svo fór Berglind á þing Evrópuráðsins – í kápu:

    “Ég spurði því þingvörð hér í Evrópuráðsþinginu hvað ég ætti að gera við kápuna mína. Hann skildi ekki orð svo kalla þurfti á 3 þingverði til að segja mér að þeim væri alveg drullusama um þetta hér.”

    Berglind Óska er alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2021 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og situr í atvinnuveganefnd, stjórskipunar og eftirlitsnefnd og í Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál.

    Auglýsing