BENSÍNSTÖÐ Á BIRKIMEL BREYTT Í VEITINGASTAÐ

    Bensínstöðin á Birkimel á árum áður. Þá sneri hún öðruvísi en í dag.

    Verið er að beyta gömlu bensínstöðvum Skjeljungs, sem nú eru reknar undir nafni Orkunnar með athafnamanninn Jón Ásgeir undir stýri, í kaffihús, bakarí Brauð&Co eða jafnvel veitingastaði. Nú er komið að bensínstöðinni á Birkimel, einu þekktasta kennileit Vesturbæjarins um áratugaskeið:

    “590269-1749 Skeljungur hf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík. Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta veitingastað í fl. I tegund D í húsnæði bensínstöðvar á lóð nr. 1 við Birkimel. Gjald kr. 12.600. Frestað.Vísað til athugasemda.”

    Auglýsing