BENNI & BINOCHE

  “Ég var að eignast nýja vinkonu,” sagði Benedikt Erlingsson leikari og leikstjóri í morgunkaffinu á Skólavörðustíg í dag, nýkominn af kvikmyndahátíðinni í Gautaborg þar sem franska stórstjarnan Juliette Binoche var heiðruð fyrir ómetanlegt framlag til evrópskrar kvikmyndalistar.

  Og þar hitti Benedikt þessa nýju vinkonu sína.

  Nú er að sjá hvort komið verði á samstarfi Benedikts og Binoche og nýr kafli skrifaður í fransk-íslenska kvikmyndasögu.

  Ásgrímur Sverrisson kvikmyndaleikstjóri, sem einnig drakk morgunkaffið á Skólavörðustíg, tók undir með öðrum:

  “Juliette Binoche er æðisleg.”

  Auglýsing