BARNAAFMÆLI.IS REYNDI AÐ KAUPA FERMINGAR.IS

  “Ég reyndi að kaupa lénið fermingar.is en það var of dýrt,” segir töframaðurinn Einar einstaki sem rekur barnaafmæli.is og ætlaði með kaupunum að víkka út starfsemi sína.

  Á barnaafmæli.is býður Einar upp á þjónustu eins og nafnið gefur til kynna; allt sem viðkemur barnaafmælum frá tertum til töfrabragða og gengur bara vel.

  En þetta með fermingarnar er enn í járnum.

  Eigandi fermingar.is er Keflvíkingurinn Atli Már Jóhannsson og er búinn að eiga það lengi án þess að vera með starfsemi líkt og Einar einstaki í barnaafmælunum.

  Þjóðkirkjan og Siðmennt sinna brúðkaupum og skírnum og útfararstofur jarðarförum.

  “Nei, ég myndi aldrei fara í jarðarfarabisnissinn. Ég geri að stórum hluta út á töfrabrögð mín og varla færi ég að sýna þau í útförum,” segir töframaðurinn Einar einstaki sem er aðeins tvítugur að aldri – rétt að byrja.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinÍSL-ENSKA
  Næsta greinSAGT ER…