
Frétt um að Bubbi Morthens hafi ekki tekið númer í apóteki í Reykjavík heldur farið fram fyrir biðröð og fengið afgreiðslu strax, hefur vakið athygli. Og áfram halda biðraðafréttirnar:
“Varð vitni að því í Eymundsson í Austurstræti að Guðna Th. var boðið að fara fram fyrir langa röð en hann kærði sig ekkert um slíkt og beið með okkur hinum. Enda bara forseti, ekki kóngur,” segir Atli Rúnar Halldórsson hjá Athygli – enda athugull.
