Tvær víðþekktar bandarískar útvarpskonur, Karyn Miller Medzon og Robin Young, eru staddar hér á landi en þær stjórna báðar vinsælum útvarpsþáttur hjá NPR og WPUR vestra. Hér eru þær að safna efni fyrir þættina Climate Crisis / Iceland.

Þær hafa farið víða um í heimsókn sinni, slakað á í Bláa lóninu og farið í Hellisheiðarvirkjun þar sem var varla stætt fyrir roki (sjá mynd). Svo tók Robin viðtal við Andra Snæ Magnason sem hún kallar kallar “culturel icon”.
