BANANI Á BÍLHÚDDI

    Bananahýði var skilið eftir á bílhúddi á kóngabláum Mercedes Benz á Skólavörðustíg, rétt hjá Kaffifélaginu, þar sem sjónvarpsstjarnan Egill Helgason og Jónas Kristjánsson ritstjóri voru að drekka morgunkaffið á gangstéttinni.

    Er sóðaskapur sem þessi mjög á skjön við þá bylgju ruslsöfnunar sem kennd er við plokkara og orðið hobbí hjá mörgum.

    Egill veitti þessu fyrst eftirtekt: “Það er banani á húddinu á bílnum.”

    Og Jónas svaraði að bragði: “Upphafið á byltingunni.”

    Auglýsing
    Deila
    Fyrri greinSAGT ER…
    Næsta greinFREYJA OG RJÓMI