BANANABLÚS Í KRÓNUNNI

    "...ef þetta stenst þá fer ég á hausinn eða renn á bananahýði."

    “Hvað er að frétta Krónan? 595kr fyrir 6 brúna banana? Þetta hljóta að vera einhver mistök. Við fjölskyldan borðum mikið af bönunum og ef þetta stenst þá fer ég á hausinn eða renn á bananahýði,” segir Baron Guðnason ráðgjafai hjá SÁÁ.

    Sunna Rós Sigurðardóttir er hins vegar búin að fatta málið: “Nú er Krónan hætt að selja ávextina eftir vigt og farið að selja eftir stykkjatali útaf þessu Skannað og skundað. Finnst ykkur þetta í lagi? Ég kaupi oft litla banana, ef þeir eru til versla ég pínulitla banana. Verðið miðast viđ meðalstóran banana, ef ég kaupi 5 litla banana borga ég sama eins og fyrir 5 meðalstóra banana.”

    Auglýsing