Sprengjuþota bandaríska flughersins af gerðinni B2 gæti verið á leiðinni til Keflavíkur en hún er að öllu jöfnu staðsett í Bretlandi og er stundum við æfingar á Íslandsmiðum. Oddur Bauer í Keflavík fylgist grannt með flugumferð og segir: “B2 vél væntanleg (mögulega) á morgun á KEF og ég verð fjarverandi.”
B2-sprengjuþoturnar eru torséðar flugvélar. Þær voru hannaðar undir lok kalda stríðsins með þann eiginleika að sjást illa eða alls ekki á ratsjám. Fyrstu flugvélarnar voru teknar í notkun 1997.