ÁSTARKVEÐJA ANDRA SNÆS

    Andri Snær og Margrét skömmu eftir fyrsta kossinn 1991.

    “Margrét Sjöfn Torp er fimmtug í dag. Vinur og eiginkona, samstarfsmaður og lífsförunautur í rúma þrjá áratugi,” segir rithöfundurinn og fyrrum forsetaframbjóðandinn Andri Snær Magnason í fallegri afmæliskveðju til konu sinnar:

    “Við kynntumst í Garðyrkjudeild Rafmagnsveitu Reykjavíkur og fyrsti kossinn var á sumarsólstöðum 1991, við höfum því verið mun lengur saman en ekki, teljumst eiginlega æskuvinir. Hún ber hálfu öldina vel, (betur en ég) fjögur börn, krefjandi hjúkrunarstörf, vaxandi heimili, ómetanlegur bakhjarl í mínu bókastússi, (einn glöggasti yfirlesari landsins) og skemmtilegur ferðafélagi í flakki innanlands og utan, gegnum súrt og sætt. Magga er klár, falleg og fyndin, hógvær, hrifnæm og hjartahlý. Gott ef ekki besta manneskja sem hægt væri að kynnast í einu lífi. Til hamingju með afmælið elsku Magga með ástarkveðju…”❤️

    Auglýsing