ÁTRÖSKUN ER FANGELSI

    Andrea í eyðimörkinni með málband í töskunni.

    “On this day 2018, á hátindi átröskunar. Einskis virði nema ég væri mjó. Á ferðalagi ein um S-Ameríku með málband í töskunni. Mæla lærin kvölds og morgna. Hata líkamann minn. Er yfir 10 kílóum þyngri í dag, líður miklu betur. Átröskun er fangelsi. Allir líkamar eru fallegir,” segir listakonan Andrea Aldan Hauksdóttir:

    “Til hvers er ég að segja frá þessu? Því ég bar mig saman við aðrar stelpur stanslaust. Ég veit að ég er ekkert ein um það. Stelpan sem þú ert að öfunda og nota til að brjóta sjálfa þig niður? Henni líður kannski bara ömurlega. Líkamssmánun má hætta núna, og helst í gær.”

    Auglýsing