ATHAFNASKÁLD HAKKAR Í SIG JÓLABÓKAFLÓÐIÐ

    “4 skáldsögur – 9 stjörnur af 20 mögulegum,” segir Friðrik Friðriksson athafnamaður, fyrrum sjónvarpsstjóri, útgefandi, viðskiptagúrú, kosningastjóri Davíðs Oddssonar og fyrrum eiginmaður Elínar Hirst sem tók jólabókaflóðið út og fagnaði nýju ári í golferð á Spáni. Og heldur áfram:

    “Las fjórar skáldsögur um hátíðirnar jákvæðum huga, höfunda sem ég hef lítið skoðað áður. Reyndar eru tveir þeirra að gefa út sínar fyrstu skáldsögur. Allar undir væntingum en mismikið þó.

    Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttir 3 stjörnur.

    Kokkáll eftir Dóra DNA 2 stjörnur.

    Aðferðir til að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttir 2 stjörnur.

    Staða Pundsins eftir Braga Ólafsson 2 stjörnur.

    Þessar einkunnir eru talsvert lægri en álitsgjafa ef marka má kápur frá útgefendum. Leiðir hugann að því hvaða mælistiku við notum við að meta skáldsögur. Efst eru þær skemmtilegar, hlakkarðu til að lesa áfram. Persónusköpun, söguþráður, framvinda bókarinnar, góður stíll, lok bókar slúttið gengur hún upp. Bíðurðu spenntur eftir næstu bók höfundar. Ég lít á skáldsögur út frá þessum mælistikum, hver hefur sitt mat.

    Friðrik í nýársgolfinu eftir jólabókalesturinn.

    Bergþóra með Svínshöfuð er besta bókin. Óvenjulegur titill en rík að efni. Fram að blaðsíðu 167 4 stjörnu bók. Missti þráðinn í restina og féll flöt.

    Dóri DNA er munur á erótík og klámi. Ef svo þá er þá liggur þessi klámmegin. Sprettir en heilt yfir ekki góð og endirinn slakur.

    Guðrún Eva með áhugaverða bók. Frásögn fjögurra í fyrstu persónu sem framan af virkar vel. En framvindan er slöpp og endir.

    Bragi Ólafsson. Batt vonir við þessa bók en hún var eiginlega slökust þessara. Það var bara ekkert að frétta.

    Af þessari reynslu bíð ég bara áhugasamur eftir næstu bók Bergþóru.

    Auglýsing