ÁSTIN SIGRAR LYGINA

  Að gefnu tilefni er þessi frétt endurbirt hér – frá í apríl:

  Allt ætlaði um koll að keyra fyrir nokkrum misserum þegar Séð og Heyrt greindi frá því að þáverandi utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, væri að skilja við eiginkonu sína á Sauðárkróki og ástæðan væri mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns hans í Framsóknarflokknum – þá.

  Allt var þetta borið til baka, lögfræðingar djöfluðust á ritstjóra Séð og Heyrt og þar kom að draga þurfti í land.

  En nú blasir sannleikurinn við: Sunna Gunnars Marteinsdóttir og Gunnar Bragi birtast nú í fjölmiðlum líkt og nýtrúlofuð, alsæl og ánægð hvort með annað.

  Ástin og sannleikurinn sigra alltaf að lokum.

   

  Auglýsing