ÁSTARSAGA HÁLFT Í HVORU

    “Sjöundi janúar er mikill örlagadagur í mínu lífi,” segir tónlistarmaðurinn Gísli Helgason frá Vestmannaeyjum og lítur um öxl:

    “Þann dag fyrir 35 árum kom ung kona í atvinnuviðtal á Borginni og Eyfi tók á móti henni. Þessi dama var að sækja um stöðu bassaleikara í hljómsveitinni Hálft í hvoru. Eyfi tók henni fagnandi og þegar daman heilsaði mér og kynnti sig var hún eitthvað pínulítið stressuð fannst mér. Svo þurfti að kenna henni um 200 lög. Hún kunni að lesa og skrifa nótur. Ég tók að mér að fara með bassaleikaranum í gegnum lögin. Og svo gerðist eitthvað íðan. Við höfum verið saman síðan. Hún Herdís er og verður alltaf mitt dýrðarblóm. Í dag eru einnig liðin 70 ár frá því að Helgi VE 333 fórst við Faxasker.”

    Auglýsing