ÁSTARKVEÐJA RAGNHILDAR

"Elska þig sturlað mikið!"

“Draumaprinsinn minn á daginn í dag,” segir Ragnhildur Steinunn fegurðardrottning og sjónvarpsstjarna í afmæliskveðju til eiginmanns síns:

“Haukur Ingi er einstök manneskja og það vita allir sem hann þekkja. Hann er alltaf glaður, einstakur húmoristi, sjúklega skemmtilegur sögumaður, fróðleiksfús, réttsýnn, eldklár og auðvitað íþróttahetja af Guðs náð. Til hamingju með daginn elsku ástin mín. Elska þig sturlað mikið!”

Auglýsing