ASSGOTI MIKIÐ AÐ GERA HJÁ ÆSLANDER

  "Ætli það endi ekki með að maður verði að gera sér erindi í aðalstöðvarnar. Ætli þær séu enn úti á flugvelli?"

  “Ég á erindi við Æslander (Icelandair) og byrjaði að reyna að ná sambandi um ellefuleytið í morgun,” segir Sigurður Hreiðar (83) fyrrum ritstjóri Úrvals og Vikunnar, einn af frumkvöðlum nútíma blaðamennsku á Íslandi. Og svona gekk það fyrir sig:

  Fannst efnilegast þegar mér var boðið upp á netspjall – á ensku að vísu, en só vott. Var fyrst sagt allir agentar væru uppteknir en svo að agent væri að koma. Þegar það var enn að blikka framan í mig um hálf þrjú sló ég það af og reyndi að hringja. Þar voru allir þjónustufulltrúar uppteknir og þegar þannig stóðu enn leikar eftir hálftíma bið með opinn síma sló ég það af og ákvað að prófa að senda erindi mitt í tölvupósti. Það er ekki heldur hægt.

  Assgoti er mikið að gera hjá þessu Æslanderi. Eða mannahrak. Ætli það endi ekki með að maður verði að gera sér erindi í aðalstöðvarnar.

  Ætli þær séu enn úti á flugvelli?”

  Auglýsing