ÁSMUNDUR FÆR SÉR BÍLALEIGUBÍL

    “Nú er nóg komið. Ég fæ mér bílaleigubíl og verð þannig við óskum þar um,” segir Ásmundur Friðriksson alþingismaður sem hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir aksturskostnað í kjördæmi sínu sem er það stærsta og teygir sig allt frá Keflavík til Hafnar í Hornafirði.

    Ásmundur mun greina frá þessari ákvörðun sinni á þingi við fyrsta tækifæri.

    “Mér finnst eðlilegt að ég fái sambærilegan bíl og ég hef verið á,” segir Ásmundur sem ekur á KIA jepplingi.

    Auglýsing