ÁSLAUG ARNA VEL FRÍSK

    Stökkið - ekki fyrir gungur.

    Þeir gerast ekki frískari, ráðherrarnir. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dóms – og kirkjumálaráðherra lét sig gossa fram af klettabrún í beljandi foss svo gott sem í klakaböndum. Svo svamlaði hún bara í land, hélt áfram með sitt og sagði:

    Svo svamlaði hún bara í land.

    “Stökk fram af fossi í dag í erfiðum aðstæðum og miklum kulda. Kynntist klettastökki með algjörum fagmönnum. Það er oft gott að finna hugrekkið sitt í nýjum aðstæðum. Ég er gestur í þætti Alex from Iceland sem sýndur verður á Stöð 2 í janúr.”

    Auglýsing