ÁSGRÍMUR Í BÍÓLANDI

    Ásgrímur Sverrisson kvikmyndaleikstjóri er höfundur Bíólands, þáttaraðar í tíu hlutum sem hefur göngu sína í Ríkissjónvarpinu 14. mars.

    Bíóland fjallar um sögu íslenskra kvikmynda frá byrjun tuttugustu aldar til okkar tíma.

    Hver þáttur tekur ákveðið tímabil fyrir, þar sem fjallað er um kvikmyndir þess tíma og valdir kaflar sýndir úr þeim. Farið er yfir inntak þeirra, áherslur, nálgun og aðstæðurnar sem þær eru gerðar í.

    Vel á annað hundrað viðmælendur koma fram í þáttunum – leikstjórar, framleiðendur, handritshöfundar, leikarar og aðrir kvikmyndagerðarmenn auk fjölmargra innlendra og erlendra kvikmyndasérfræðinga.

    Auglýsing