MARÍA FÆR EKKI LYFIN SÍN

“Ég hef tekið Esopram stöðugt frá 2019. Um helgina ætlaði ég að sækja nýjan skammt en þá kom í ljós að lyfseðillinn var búinn,” segir María Stefánsdóttir Berndsen.

“Smá mistök af minni hálfu, en ekkert stórmál. Sótti um endurnýjun í gegnum Heilsuveru og fékk þetta svar. Samt hefur minn heimilislæknir alltaf ávísað en af því að heilsugæslan er alltaf að færa mig (óumbeðið) milli lækna fékk ég synjun af því ég er ekki með “samfellda ávísun” og þarf að fá tíma sem væri í góðu lagi ef næsti lausi tími væri ekki eftir miðjan febrúar og ég tók síðustu töfluna í morgun.”

Esopram er notað til að meðhöndla alvarleg þunglyndisköst, ofsahræðslu, félagsfælni og þráhyggju- og árátturöskun.

Auglýsing