ÁRNI SUNDLAUGABOSS

    Árni í Laugardalnum.

    Úr heita pottinum:

    Sagt er að ákveðið hafi verið að Árni Jónsson taki við sem forstöðumaður Laugardalslaugar. Árni hefur lokið MBA gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og er félags- og uppeldisfræðingur frá Köbenhavns pædagogseminarium. Hann hefur starfað sem deildarstjóri unglingastarfs Tónabæjar, forstöðumaður frístundamiðstöðvanna Tónabæjar og Kamps, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar, framkvæmdastjóri íþróttafélagsins Fylkis, forstöðumaður Árbæjar- og Grafarvogslaugar og nú síðast framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Ársels. Því er bætt við að Árni muni einnig stýra Sundhöll Reykjavíkur en forstöðumaðurinn þar er að hætta.

    Auglýsing