ARNAR LES ALLAR VINJETTUR ÁRMANNS Á STORYTEL

  Ármann og Arnar saman á Storytel.

  Laugardaginn 21. janúar fór í loftið hjá Storytel allar 946 Vinjettur Ármanns Reynissonar í upplestri hins ástsæla leikara Arnars Jónssonar sem varð áttræðu þann dag. Útvarpsstöðin Lindin annaðist upptökur og hljóðvinnslu verkefnisins. Sögurnar koma úr 22 bókum höfundarins og lesturinn tekur rúmlega 30 klukkutíma.

  Efni sagnanna spannar litróf lífsins í víðustu merkingu, portrett sögur af áhugaverðu samferðafólki, náttúrulýsingar og sögur frá Grænlandi, Færeyjum, Indlandi, Himalajafjöllum, Frakklandi, Nýja Englandi og fl. Engar glæpasögur eru þar að finna enda hugnast höfundinum ekki að leika sér að ljótleikanum.

  ps.

  Vinjettu höfundurinn Ármann Reynisson hélt veglegt Storytel útgáfuteiti og þrettánda gleði, með góðu fólki, að heimili sínu sunnudaginn 8 janúar milli kl. 17-20. Heiða trúbador tróð upp og sló í gegn. Veislugestir sungu fjöldasöng ásamt trúbadornum sálminn ,,Nú árið er liðið í aldanna skaut‘‘ og þjóðlagið ,,Álfadansinn.‘‘ Mikil stemming var í teitinu eins og að vanda hjá Ármanni sem bauð upp á létt vín, bjórinn Kalda og óáfengt vín. Þá útbjó Ármann sjálfur smásnittur, sex tegundir, eftir kúnstarinnar reglu og kom gestum sínum skemmtilega á óvart. Þar að auki var boðið upp á konfekt frá Hafliða Ragnarssyni súkkulaðimeistara, konditori, fjórar tegundir, frá Aðalbakaríinu á Siglufirði og ,,enska jólaköku‘‘ frá Grími bakara á Selfossi sú besta sem Ármann hefur nokkru sinni smakkað um ævina – ómissandi um hver jól hjá honum.

  Auglýsing