ÁRMANN OG SONJA ZORILLA – GULLIÐ BLINDAR SÝN

  "Leikar fara þannig að Ármann biður milljarðastjörnuna vinsamlega að láta sig framvegis í friði."

  Árman Reynisson sendir póst:

  Sendi hér með söguna um kynni mín á Sonju Zorilla. Sagan er lengri en hún verður í vinjettuforminu þar sem fólk þarf að vita ástæðuna fyrir því að leiðir okkar lágu saman og af hvaða ástæðu Sonja Zorilla byrjaði að ónáða mig. Það voru 4 þættir um Sonju Zorilla hjá RÚV milli jóla og nýjárs. Það er áhugavert hvað ríkisstofnunin eyðir miklu púðri í suma og sniðengur aðra jafnvel áhugaverðari persónur. Gullið blindar sýn:

  Í byrjun níunda áratug tuttugustu aldar stofnar Ármann Reynisson, ný kominn frá námi við The London School of Economics, Ávöxtun, ásamt frænda sínum, eitt fyrsta verðbréfafyrittækið á Íslandi. Þeir koma með nýja strauma inn á íslenskan fjármálamarkað sem er afdalamennskan uppmáluð. Viðskiptin í landinum eru áratugum á eftir öðrum vestrænum ríkjum. – Það er óstjórn í efnahagsmálum þjóðarinnar stjórnað af Jóhannesi Nordal úr skúffu í Landsbankahúsinu við Austurstræti.

  Á þeim tíma arðrændu bankarnir sparifjáreigendur, heila kynslóð, lántakendur í stjórnmálaklíkunum úthlutað lánum og græða á tá og fingri. Þeir greiða aldrei nema hluta lánanna til baka ,,nokkurs konar kúlulán þess tíma‘‘. Blekkingaleikurinn uppmálaður – þeir sem stjórna, því öfugsnúna, fá fálkaorðuna fyrir vel unnin störf.

  Fljótlega verður Ármann umsvifamikill viðskiptafrömuður, óháður stjórnmálaflokkum, ílla séður af stjórnkerfinu sem þráir að hjakka áfram í sama hjólfarinu. Fljótlega kynnist forstjórinn ungi áhugaverðu fólki sem skilur hvað hann er að fara. Hann tekur virkan þátt í selskapslífi borgarinnar og býður gestgjöfum á móti eins og tíðkast hjá siðmenntuðu fólki.

  Ein glæsilegasta kona á tuttugustu öld er Bára bleika Sigurjónsdóttir sem heldur glæsilegustu nýjársveislur landsins og þó víðar væri leitað. Í skíðaparadísinni St.Moritz í Sviss hittir Ármann madam af tilviljun og vinsamleg kynni takast. Þar með lendir forstjórinn á gestalista hennar. Hann nýtur sín ríkulega í nýjársveislunum – kynnist mörgu af þjóðþekktu fólki þess tíma.

  Í einni nýjársveislunni hittir forstjórinn Sonju Zorilla verðbréfastjörnu á Wall Street. Madam er stórgerð í alla staði með sítt þykkt hár með hrjúfa rödd – ágeng í meira lagi. Hin furðulega kona virkar ekki aðlaðandi á Ármann eins og hún gerir á flesta aðra – þeir blindast af gullinu. Besta dæmið er Vigdís Finnbogadóttir þáverandi forseti sem einnig tekur þátt í nýjársveislum Báru. Síðar nánast gefur auðkonan Vigdísi sumarbústað sinn, að niðurlútum kominn, á Þingvöllum sem hún selur síðar fyrir tugi milljóna – án þess að blikna. Bústaðurinn stendur á helgasta landi þjóðarinnar, í þjóðareign, en verð hans miðast við leigurétt á landinu sem forréttindafólki var úthlutað, nær gefins, á fyrrihluta 20 aldar.

  Það vekur athygli peningakonunnar að Ármann þekkir foreldra Guðmundar frænda hennar á Núpum Birgissonar kennara Albertssonar bróður Reidars barnakennara hans í Langholtsskóla. Ármann minnist Guðmundar, unglings, við túnslátt í sumarvinnu í görðum Voga og Heimahverfisins. Talið er af sumum að frændinn hafi gleypt auðævi frænkunnar eftir andlát hennar.

  Nokkru eftir nýjársveisluna fyrrnefndu byrjar Sonja Zorilla að hringja heim til Ármanns á Smáragötu í Reykjavík um miðjar nætur bæði til að spjalla og spyrjast fyrir um verðbréf og hlutabréf á Íslandi – fróðleik án viðskipta né þóknunar. Og býður honum að koma í heimsókn á glæsiheimilið sitt í New York í næstu ferð til stórborgarinnar. Þetta háttarlag hlutabréfa-konunnar virkar ílla á forstjórann sem hefur góðar svefnvenjur í heiðri og þarf nægan svefn eftir erilsaman dag. Leikar fara þannig að Ármann biður milljarðastjörnuna vinsamlega að láta sig framvegis í friði.

  Reykjavík 06.01.2022

  Auglýsing