ÁRMANN HEILLAÐIST AF BERTOLIN Í PARÍS

  Kokteill á svölunum í Súðarvogi.

  Fréttaritari í Súðarvogi:

  Á mánaðar yfirreið um Frakkland í apríl s.l. kynntist Ármann Reynisson, persónulega af hreinni tilviljun, ævintýri líkast, Yann Bertolin (36 ára) alþjóðlegum viðskiptafrömuði og fyrrum konsertpíanista sem búsettur er í París, Nice og Mílanó.

  Í Philharmonie tónlistarhöllinni nýju í París lágu leiðir Ármanns og Yann saman í hlénu á stófenglegum tónleikum Rússnesku þjóðarsinfoníuhljómsveitarinnar í Moskvu. Þar sem Ármann gengur í hlénu um salarkynnin með kampavínsglas í hendi stendur snögglega flottur herramaður fyrir framan vinjettuhöfundinn og forvitnast hver maðurinn er. Eftir nokkrar samræður réttir Ármann nafnspjaldið sitt með veffanginu armannr.com til frekari upplýsinga. Mánuði síðar fær Ármann tölvupóst frá Yann sem búinn er að lesa allar vinjtturnar, stórhrifinn og vill kynnast höfundinum betur, landi og þjóð. Leikar fara þannig að Yann var húsgestur Ármanns í tæpa viku.

  Yann og Ármann í Grindavík.

  Boðið var upp á góðan morgunverð og hátíðarkvöldverði öll kvöldin þar sem Ármann vill ekki þræða veitingastaðina daglega tvisvar á dag. Þeir félagarnir fóru á nokkra klassíska tónleika, listasöfn, gallerí, hvalaskoðun með Eldingu, snæddu léttan hádegisverð á góðum veitingastöðum. Og hittu fjöldan allan af áhugaverðu fólki sem heillaðist af þessum elegant Parísarbúa. Farin var dagsferð annars vegar um Reykjanes og hinsvegar Gullna hringinn. Þeir Árman og Yann náðu frábærlega saman þar sem þeir eiga sameiginleg áhugamál á flestum sviðum og skilja hvorn annan óvenju vel. Langt fram á nótt hljómaði klassísk tónlist og samræður um Súðarvoginn í takt við fuglasöng og náttúruhljóð.

  “Yann er þekkt andlit í viðskipta-menningar og tískulífi Parísar. Hann ber með sér einstakan þokka og menningarbrag eins og hann gerist bestur í Frakklandi. Herramaðurinn kom með sér fatnað og handsaumað skópar fyrir hvern dag sem hann dvaldi á Íslandi. Enda vakti klæðaburðurinn og sérstaklega fínu skórnir athygli allra sem við hittum,” bætir Ármann við.

  Auglýsing