ÁRMANN Á VESTFJÖRÐUM

    Ármann hitti marga á Vestfjörðum.

    “Er nýkominn úr 15 ferð minni til Vestfjarða, sú fyrsta 1963. Þetta var leiðangur vegna undirbúnings á sögum í Vinjettur XXIII fyrir haustið 2023,” segir Ármann Reynisson rithöfundur og fyrrum fjármálajöfur:

     

    “Toppur ferðarinnar var heimsókn til Hrólfs Valssonar harmonikkusnillings sem búsettur er í Hamborg en rekur sumargistingu og veitingahús í gamla læknishúsinu á Hesteyri í einum af jökulfjörðunum. Þangað er freðast á bátum. Það var meiriháttar eins og öll óteljandi ferðalög mín um landið fyrr og síðar. Í dag hef ég afrekað að heimsækja allar sveitir landsins í byggð og hitta allra handa fólk sem þar býr.”

    Auglýsing