ARION LÁNAR ANDRA MÁ 300 MILLJÓNIR MEÐ VEÐI Í SÓLVALLAHÖLLINNI

    Samkvæmt þinglýsingarskjölum hefur Arionbanki lánað Andra Má Ingólfssyni ferðakóngi 300 milljónir með heildarveði í glæsihöll hans á Sólvallagötu 14 – sem hér hefur verið fjallað um.

    Um er að ræða 30 ára lán, verðtryggt með 5,85% vöxtum þannig að heildarendurgreiðsla verður rétt tæpar 800 milljónir.

    Hvort hér sé um lán að ræða eða að bankinn sé að tryggja sig með veði í glæsihöll Andra vegna annarra skulda er ekki vitað.

    Auglýsing