APP FYRIR SAMÞYKKT KYNLÍF

  „Sat í heitum potti síðustu helgi og hlustaði á ókunnuga strákapabba tala um að það þurfi app í símann með samningi og fingrafaraskanna svo stelpur geti skrifað undir samþykki fyrirfram, því strákar eru alltaf að lenda í veseni með samþykki,” segir Katrín María og heldur áfram:

  “Það þarf að vernda þessa drengi. Ég hlustaði líka á alveg fullt af öðru sem gerði lítið úr konum. Og ég skil núna að ég er bara mjög vön því að heyra fólk tala svona og ég verð alltaf sár, en segi sjaldnast neitt. Því mér finnst ég gagnslaus í slíkum aðstæðum verandi kona. Sem er mjög leiðinlegt. Og í hvert einasta skipti sem ég reyni að mótmæla svona orðræðu er sagt “aji byrjaðu nú ekki með þetta væl”. Hvert. Einasta. Skipti. Þó ég hafi aldrei talað við viðkomandi áður.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…