ANNA VILHJÁLMS (77)

Anna Vilhjálms söngkona með meiru á 77 ára afmæli í dag. Auk þess að syngja með ýmsum þekktum söngvurum á plötum á sjötta áratugnum gaf hún sjálf út sólóplötuna Frá mér til þín (1991) þar sem m.a. er að finna stórsmellinn Fráskilin að vestan en hún hafði flutt heim frá Bandaríkjunum nokkru áður, þar gaf hún einnig út plötu. Anna starfrækti eigin hljómsveitir um árabil en söng þar að auki með fjölda hljómsveita hér heima og vestra. Meðal þekktra laga Önnu Vilhjálms má nefna Ef þú giftist, Það er bara þú og Manstu vinur.

Auglýsing