ANNA & ÚTLITIÐ SNÝR AFTUR

  Anna Gunnarsdóttir stílfræðingur gerði garðinn frægan í morgunútvarpi Bylgjunnar fyrir aldarfjórðungi þegar vinsældir stöðvarinnar voru hvað mestar. Nú snýr hún aftur og hefur þetta að segja:

  Að velja liti inni hjá sér getur verið vandasamt. Natural litir eru bestir af því að þeir eru hlutlausir. Hvaða litir eru hlutlausir?

  Hvítt getur verið kaldur eða heitur litur. Vilt þú hafa kalda birtu útí bláa eða gula birtu? Gul birta er oft mjög hlýleg, meðan blá birta er köld. Gott er að skoða litinn í dagsljósi og að kvöldi til. Gott að hafa í huga gluggabirtu.

  Grátt er tákn stöðugleika. Hefur verið mikið í tísku undanfarin ár.

  Brúnn hefur verið mikið inn í dag en getur verið þungur og valdið þunglyndi ef það er ekki rétt lýsing á honum.

  Drappað (sandur) hefur verið mikið notaður, getur farið út í grátt eða brúnt.

  Svartur er oft mjög skemmtilegur, en það þarf mjög góða lýsingu til að liturinn njóti sín.

  Dökkblár litur hefur verið notaður í svefnherbergi og þarf að skoða hann vel í dagsljósi og kvöldljósi. Gott að hafa góða lýsingu.

  Þegar litir eru valdir er gott að skoða áferðina á litnum og lýsingu í því tiltekna rými.

  Ljósgrár breikkar en dökkgrár minnkar rýmið.

  Litahjól

  Rauður er er litur fær fólk borða mikið, ekki góður í eldhús eða sjónvarpsrými.

  Appelsínugulur og skyldir litir gera sköpun skýra. Gott í vinnuherbergi.

  Grænn er litur sem veldur hvað mestri ró.

  Blár getur valdið kulda . Hann gefur þau hughrif að fólk verður mjög þyrst í rýminu og það borðar mjög lítið.

  Gulur er tákn bjartsýni.

  Fjólublár er stjórnunar og heilunarlitur.

  Gammelrós bleikur er rólegur eins og grænn.

  Auglýsing