ANDLEGU SÁRIN LENGI AÐ GRÓA

"Andlegu sárin sem verða til við slíkt óöryggi eru lengi að gróa og fylgja manni sem ör inn á fullorðinsaldurinn."

“Í dag eru 216 barnafjölskyldur að bíða eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá borginni. Það þýðir að aðstæður þeirra hafa verið metnar slæmar fjárhagslega- og félagslega og þörf er á því að þau komist í öruggt skjól,” segir Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi sósíalista í borgarstjórn Reykjavíkur:

“Reykjavíkurborg er ekki barnvæn, þar sem hún skilur fjölda barna eftir í ótryggum húsnæðisaðstæðum. Andlegu sárin sem verða til við slíkt óöryggi eru lengi að gróa og fylgja manni sem ör inn á fullorðinsaldurinn.”

Auglýsing