ANDARDRÁTTUR NÝRRAR VERALDAR SÓLVEIGAR ÖNNU

    “Við viljum og þráum breytingar. Raunverulegar breytingar. Af þeirri einföldu ástæðu að við vitum að önnur veröld er möguleg. Nauðsynleg. Og þess vegna þurfum við að verða ekki aðeins djörf og dugleg, heldur einstaklega þrautseig; annars náum við ekki að áorka því sem við einfaldlega ætlum okkur að áorka; að uppræta hið sjúka, fyrirlitlega og margþætta óréttlæti sem viðgengst í okkar vellauðuga samfélagi,” segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og einn af frambjóðendum Sósíalistaflokksins sem gengu bónleiðir til búðar í nýafstöðum Alþingiskosningum.

    “Hvert skerf sem við tökum er nauðsynlegt. Við ætlum ekki að snúa til baka. Við höldum áfram veginn. Vegna þess að við vitum að þetta eru hin sönnu orð: „Önnur veröld er ekki aðeins möguleg, hún er á leiðinni. Á kyrrlátum degi, ef ég legg við hlustir, heyri ég andardráttinn hennar.”

    Auglýsing