ANDAPAR GUÐAR Á GLUGGANN HJÁ PRESTI

    Presturinn og andaparið sem guðar á gluggann.

    Þetta andapar hefur gert sig heimakomið í garðinum okkar síðustu vikuna. Kemur reglulega nokkrum sinnum á dag en það sem verra er, á nóttunni líka,”. segir Arna Ýrr  Sigurðardóttir prestur í Grafarvogskirkju.

    “”Þau mæta og byrja að gogga í svefnherbergisgluggann, gjarnan stundvíslega kl 7 á morgnana, en eina nóttina komu þær oft og mörgum sinnum. Við erum með tvo hunda sem siga þeim burtu, en samt koma þær.”

    Gárungarnir í Grafarvogi gantast með það að andaparið vilji láta prestinn gefa sig saman.

    Auglýsing